21. september, 2010 - 14:55
Síðdegis í gærdag handtók lögreglan á Akureyri mann um tvítugt grunaðan um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Í
framhaldi af því var gerð húsleit á heimili hans þar sem hald var lagt á um 20 grömm af kannabisefnum auk tækja og tóla til neyslu
þeirra. Auk þess kom í ljós að maðurinn hafði verið að rækta kannabis í íbúð sinni en í litlum mæli
þó.
Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 en í hann
má hringja nafnlaust til þess að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.