Í rökstuðningi fyrir þessari framkvæmd kemur fram að til þess að hægt sé að vinna sameiginlega með hópa verði að vera innangengt á milli stofanna, hvort sem í stofunum verði starfsemi frístundar eða kennsla. Teymisvinna og mikið flæði milli hópa er einkenni starfshátta í Lundarskóla og er því nauðsynlegt að hafa innangengt á milli stofanna, ásamt því að hagræði í starfmannahaldi verður meira. Skólanefnd tók jákvætt í erindið og vísaði því til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.