Viðræðum Saga Capital og VBS um sameiningu frestað
06. október, 2008 - 16:42
Stjórnir Saga Capital Fjárfestingarbanka og VBS Fjárfestingarbanka hafa ákveðið að fresta formlegum viðræðum sínum um sameiningu bankanna
tveggja. Þetta er gert í ljósi þess mikla óvissuástands sem nú ríkir á mörkuðum.
„Þetta verður kærkomin viðbót og bætir okkar aðstöðu,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN, sem samið hefur um stækkun stöðvarinnar, en viðbótarrými verður tekin í notkun í apríl í vor.
Skíðafólk getur tekið gleði sína á nýjan leik á morgun föstudag þegar hægt verður að stunda skíðaíþróttina aftur eftir hitabylgjuna sem reið hér yfir á dögunum og bræddi allan snjó.
Samherji hefur gengið frá kaupum á 49% eignarhlut í norska framleiðslufyrirtækinu Berg LipidTech AS í Álasundi. Félagið framleiðir lýsi fyrir heildsölumarkað, einkum úr þorskalifur og laxi, og selur afurðir sínar um allan heim. Kaupin skapa tækifæri til frekari fullvinnslu aukaafurða Samherja samhliða því að efla samkeppnishæfni Berg LipidTech í gegnum stöðugra framboð á gæðahráefni. Með fjárfestingunni kemst Samherji lengra í virðiskeðju sjávarútvegsins.
Landsbankinn og Drift EA hafa gert samstarfssamning sem miðar að því að styðja við nýsköpun og frumkvöðlastarf á Íslandi með því að styrkja umgjörð, ráðgjöf og tengslanet fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Í gær var tilkynnt hvaða einstaklingar hefðu hlotið sæmdarheitin Íþróttakona og Íþróttakarl hjá Þór árið 2025. Í kvennaflokki var fótboltakonan Hulda Björg Hannesdóttir kjörin og er það í fyrsta sinn sem hún hlýtur viðurkenninguna. Í karlaflokki var það fótboltamaðurinn Sigfús Fannar Gunnarsson sem var kjörinn og er það einnig fyrsta skiptið sem hann hlýtur þessa viðurkenningu.
Guðni Arnar Guðnason, sérfræðingur í lyf- og innkirtlalækningum, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstöðulæknir lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri í fjarveru Guðjóns Kristjánssonar. Að hans sögn eru tækifærin mörg þegar kemur að frekari uppbyggingu lyflækninga á SAk en jafnframt áskoranir sem snúi fyrst og fremst að mönnun og að tryggja þekkingu til framtíðar.