Í kjölfarið verða svo skemmtilegir viðburðir víða um borgina; Björn Þorláksson bæjarlistamaður les úr verkum sínum í Eymundsson í Austurstræti, Jana María söng- og leikkona flytur dagskrá með lögum Helenar Eyjólfsdóttur í Iðnó, í Íslandstjaldinu flytur tríóið "Les triples" sömuleiðis gullin lög sveipuð dýrðarljóma og leikarar frá Leikfélagi Akureyrar koma fram í Rocky Horror á risatónleikum við Arnarhól. Þar munu þeir flytja lag úr sýningunni sem frumsýnd verður þann 10. september n.k. í Hofi -menningarhúsi.
Hér að neðan má sjá tímasetningar viðburðanna:
13.00. Leiðtogafundur í Íslandstjaldinu við Ferðamálastofu að Geirsgötu 9. Bæjarstjórinn á Akureyri hittir borgarstjórann í Reykjavík og hefur með sér leyndardómsfulla gjöf.
15.00 og 16.30. Bæjarlistamaðurinn viðraður. Björn Þorláksson rithöfundur les úr útkomnum og óbirtum verkum sínum í Eymundsson í Austurstræti.
16.00. Sögulegir söngfuglar frá Akureyri. Leik- og söngkonan Jana María flytur lög sem akureyski söngfuglinn Helena Eyjólfsdóttir gerði fræg á sínum tíma. Hugljúf stund í tali og tónum í betri stofu Iðnó.
19.30 Sögulegir söngfuglar í Íslandstjaldinu. Jana María hefur upp raust sína að nýju.
20.00. Til allra átta og til baka. Akureyrarsöngtríóið "Les Triples" kemur fram í Iðnó og flytur gullin lög sveipuð dýrðarljóma, borin fram með rjóma.
22.00 Rocky Horror og Leikfélag Akureyrar. Leikarar frá Leikfélagi Akureyrar flytja lag úr sýningunni sem frumsýnd verður í Hofi - menningarhúsi á Akureyri þann 10. september nk.
Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.