„Við munum berjast áfram en við tókum stórt skref aftur á bak með þessum úrslitum og þetta verður erfitt,” segir Dragan Kristinn Stojanovic þjálfari Þórs/KA. Eftir 2:3 tap liðsins gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu sl. þriðjudag, eru meistaravonir Þórs/KA afar litlar.
Þór/KA komst 2:0 yfir og lék manni fleiri í sjötíu mínútur en kastaði sigrinum frá sér. „Ég hreinlega veit ekki hvað það var sem gerðist hjá okkur, segir Dragan.
Nánar í Vikudegi í dag.