Vetrarveður og vetrarfærð

Það er vetrarveður á Norðurlandi og því snjóþekja og hálkublettir víða, sem og éljagangur og skafrenningur. Ófært er á Siglufjarðarvegi en verið er að moka. Hálkublettir og skafrenningur er á Þverárfjalli og snjóþekja á Öxnadalsheiði. Snjóþekja og snjókoma er í Víkurskarði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.  

Á Norðaustur- og Austurlandi er snjóþekja, hálka og éljagangur við Mývatn og á Mývatnsöræfum. Snjóþekja og skafrenningur er um Hófaskarð. Snjóþekja, hálka og skafrenningur er með ströndinni og þungfært er á Vopnafjarðarheiði en verið er að moka. Snjóþekja og snjókoma er á Fjarðarheiði og hálka og skafrenningur á Oddskarði og á Fagradal. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði. Á Vestfjörðum er hálka og snjóþekja á láglendi, éljagangur er einnig víða. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi og á Steingrímsfjasrðarheiði en þar er einnig stórhríð og beðið með mokstur. Þungfært og stórhríð er á Þröskuldum og einnig er beðið með mokstur þar. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Klettsháls. Á Vesturlandi eru hálkublettir á Bröttubrekku og Fróðárheiði, og á nokkrum leiðum á láglendi. Á Suðurlandi eru allir helstu vegir auðir, þó er hálka á Mosfellsheiði og hálka og éljagangur í kringum Vík. Á Suðausturlandi er hálka, snjóþekja og hálkublettir.

Nýjast