Í tilefni þessara tímamóta hefur verið í gangi afmælishappdrætti og ljósmyndasamkeppni að undanförnu. Um næstu helgi verður mikið um að vera á Glerártorgi, afmælistilboð í verslunum og auk þess ýmsar skemmtilegar uppákomur í verslunarmiðstöðinni. Nú er einnig hægt að kaupa eldsneyti við Glerártorg en á dögunum opnaði Atlantsolía sjálfsafgreiðslustöð syðst á bílastæði verslunarmiðstöðvarinnar. Félagið rekur nú tvær sjálfsafgreiðslustöðvar í bænum en hin er staðsett við Baldursnes, í næsta nágrenni við Byko.