Vatnstjón í fjölbýlishúsi á Akureyri

Töluvert tjón varð í fjölbýlishúsi við Víðilund á Akureyri í nótt en þá lak vatn inn í fimm íbúðir og geymslur í húsinu. Ekki er búið að meta tjónið. Að sögn lögreglunnar á Akureyri flæddi mikill vatnsflaumur um þessar íbúðir og niður í geymslur í kjallara hússins. Upptökin voru á fjórðu hæð hússins en talið er að lekinn hafi orðið frá stoppkrana.  

Barst tilkynning um 01.15 í nótt og lauk hreinsunarstarfi um kl. 02.30.  Um tveggja cm pollur af vatni myndaðist í íbúðinni og lak vatnið niður í íbúðir fyrir neðan. Þetta kemur fram á mbl.is.

Nýjast