Vatnsmál til umræðu á fundi sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps

Vatnsmál voru til umræðu á fundi sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps í gær en eins og fram hefur komið, hefur vatnsskortur látið á sér kræla á Grenivík í sumar. Halldór Baldursson kom á fundinn í gær, þar sem rætt var sérstaklega um að fanga vatn í gildru úr lind sem staðsett er nokkru sunnar en núverandi vatnsöflunarsvæði.  

Sveitarstjórn samþykkti að ganga til samninga við Halldór Baldursson um nýtt vatnsból og lögn að söfnunartanki.

Nýjast