Vatnsleki í fjölbýlishúsi á Akureyri

Slökkvilið Akureyrar var kallað að fjölbýlishúsi við Tjarnarlund skömmu eftir miðnætti sl. nótt, eftir að upp kom vatnsleki í íbúð á þriðju hæð hússins. Vatn flæddi um íbúðina, auk þess sem vatn lak á milli hæða og í íbúðir á 2. og 1. hæð hússins.  

Ekki fengust upplýsingar hjá slökkviliðinu í morgun um hvað olli vatnslekanum eða hversu tjónið er mikið en slökkviliðsmenn unnu að því að hreinsa upp vatn í íbúðunum.

Nýjast