13. september, 2010 - 13:37
Rúnar Antonsson varaformaður Golfklúbbs Akureyrar gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Jaðarsvelli í gær
sunnudag. Hann sló drauma höggið á 18. holu og fór kúlan beint í holu á lofti. Rúnar notaði 7 járn í höggið.
Þetta er í annað sinn sem Rúnar fer holu í höggi en í fyrra skiptið var það líka á Jaðarsvelli, á 4. holu
árið 2003.
Alls hafa níu einstaklingar farið holu í höggi á Jaðarsvelli á þessu sumri. Alls hafa kylfingar farið þó tíu sinnum holu
í höggi, því Björgvin Þorsteinsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi, fór holu í höggi tvö daga í röð um
miðjan júlí sl. Björgvin hefur farið 10 sinnum holu í höggi á sínum ferli, oftar en nokkur íslenskur kylfingur.