Var María Magdalena lærisveinninn sem Jesú elskaði?

Um þessar mundir stendur yfir sýningin Orð Guðs í Listasafninu á  Akureyri. Á sýninguni er að finna verk eftir sex listamenn sem vekja upp spurningar um ýmsa þætti kristinnar trúar. Í tengslum við sýninguna verður boðið upp á margskonar umræðu um málefni sem tengjast þema hennar.  

Laugardaginn 1. nóvember nk. kl. 15.00 kynnir sr. Þórhallur Heimisson væntanlega bók sína "María Magdalena- vegastjarna eða vændiskona?" en bókin kemur út um miðjan nóvember. Mun sr. Þórhallur fjalla um efni bókarinnar og lesa valda kafla. Bókin er saga sögunnar um Maríu Magdalenu, það er að segja sögunnar af því hvernig sagan um Maríu Magdalenu varð til og mótaðist í gegnum aldirnar og allt fram á okkar daga, hverju var stungið undir stól, hvers vegna og af hverjum. Meðal annars fjallar bókin um tengsl Maríu Magdalenu og Jesú og þær heimildir sem fyrir liggja um þetta dularfyllsta samband sögunnar. Eftir kynninguna gefst góður tími til spurninga og umræðu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Nýjast