Á fyrsta fundi nýrrar skólanefndar bæjarins fyrir helgina kom fram að bærinn getur ekki boðið öllum leikskólabörnum yfir 18 mánaða aldrei leikskólapláss í vetur. Þetta kom fram í kynningu Bjargar Sigurvinsdóttur leikskólafulltrúa og sagði hún að enn vantaði pláss fyrir ríflega 30 börn til að þessu markmiði væri fullnægt. Ástæðan fyrir þessu er að ríflega 50 börn á leikskólaaldri hafa flutt til bæjarins á fyrri hluta þessa árs. Þetta eru eldri börn sem ganga því fyrir þeim yngri.