Valur og Stjarnan leika til úrslita í VISA- bikarkeppni kvenna í knattspyrnu en undanúrslitaleikirnir fóru fram í dag. Stjarnan lagði ÍBV 2:1
á Hásteinsvelli og á Hlíðarenda hafði Valur betur gegn Þór/KA 3:0. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði þrennu fyrir Val
í leiknum, en öll mörkin komu á átján mínútna kafla í seinni hálfleik. Úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 15.
ágúst á Laugardagsvelli.