Nokkur ölvun var í bænum í nótt og gistu fáeinir fangageymslur lögreglu vegna ölvunar, en heilt yfir fór skemmtanahald vel fram.
Þúsundir gesta eru nú á Akureyri vegna knattspyrnumótanna sem verið hafa hér og hefur framferði þeirra yfirleitt verið til mikillar
fyrirmyndar. Svo virðist sem gestir á mótunum sem margir hverjir gista í tjöldum hafi ekki látið rigninguna spilla fyrir sér. Talsverð
hreyfing hefur verið á fólki í dag og umferð vaxandi út úr bænum.