Hráefniskostnaður hefur hækkað nokkuð á árinu og hefur hann mest áhrif á heildarkostnaðinn. Nýting skólamötuneytanna er
mikil eða um 80% að meðaltali. Þá voru einnig lagðir fram matseðlar skólanna fyrir ágúst og september 2010. Skólanefnd samþykkti
að fela fræðslustjóra að ræða við þá skólastjóra þar sem hráefnisverð er hærra en meðaltal skólanna
segir til um. Þá hvetur skólanefnd skólastjórnendur og matráða til að bæta upplýsingar á mánaðarlegum matseðlum
á þann veg að þar komi betur fram hvers konar hráefni er verið að nota í matinn. Skólanefnd vill vekja athygli á því að
í framhaldi þeirrar umræðu sem var á fundinum verður fyrirkomulag mötuneytanna til frekari skoðunar hjá nefndinni.