Uppselt á fimm af sex tónleikum Frostrósa í Hofi

Uppselt er á fimm af sex tónleikum Frostrósa í Hofi á Akureyri. Einungis örfá sæti eru laus á síðustu tónleikana sem verða laugardaginn 18. desember kl. 23.00. Hátt í þrjátíu þúsund manns munu sjá og heyra Frostrósir fyrir þessi jól, en aldrei hafa tónleikarnir verið fleiri og met hefur þegar verið slegið í gestafjölda.  

Frostrósarævintýrinu í ár lýkur svo á sérstökum hátíðartónleikum í Háskólabíói, laugardaginn 19. desember, en yfirskrift þeirra er Frostrósir Klassík. Þar munu nokkrir af fremstu óperusöngvurum landsins koma fram. Þetta eru þau Kristinn Sigmundsson, Garðar Thór Cortes, Jóhann Friðgeir, Dísella og Gréta Hergils.

Nýjast