Það eru stéttarfélögin Eining-Iðja, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, Félag byggingamanna Eyjafirði, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri og Rafvirkjafélag Norðurlands sem gefa hann út. Í bæklingnum er leiðbeiningarrit Magnúsar Norðdahl, deildarstjóra lögfræðisviðs Alþýðusambands Íslands „Rekstrarerfiðleikar og réttarstaða launafólks" sem tekið var saman í október 2008. Ennfremur eru upplýsingar um starfsstöðvar stéttarfélaganna, starfsfólk og sjóði á þeirra vegum svo og helstu stofnanir samfélagsins sem leita má til í erfiðleikum, vegna menntunar og fleira.