04. nóvember, 2008 - 20:43
Söngstund eða "happy hour" verður í Tónlistarskólanum á Akureyri, fimmtudaginn 6. nóvember nk. kl. 19.00 á sal skólans.
Þar gefst fólki sem er ekki í tónlistarskólanum kostur á að syngja íslensk lög við píanóundirleik Daníels
Þorsteinssonar.
Þetta er upplagt tækifæri fyrir sturtusöngvara að prufa en umsjón með söngstundinni hefur Michael Jón Clarke,
söngkennari. Söngstundin er ókeypis og öllum opin og verður framvegis á fimmtudögum kl. 19.00 fram að jólum.