Skipulagsnefnd metur það svo að hjólreiðastígur þurfi að liggja austan þjóðvegarins í syðsta hluta sveitarfélagsins þar sem mjög bratt er vestan hans. Nefndin telur ekki raunhæft að stígurinn fari austur fyrir fyrirhugaðan gangnamunna, þar sem sú leið yrði brött og óárennileg til hjólreiða. Það er því ljóst að þvera þarf þjóðveginn og Veigastaðaveg. Skipulagsnefnd telur að gera þurfi ráð fyrir undirgöngum fyrir hjólastíg á framkvæmdasvæði jarðganganna. Sveitarstjóra var er falið að koma sjónarmiðum skipulagsnefndar á framfæri við Vegagerðina.