Jólaundirbúningurinn hefst með jólastund í Laufáskirkju kl 13:30 í umsjón sr. Bolla Péturs Bollasonar. Yngri barnakór Akureyrarkirkju kemur í heimsókn og syngur jólalög. Í Gamla bænum mun eldur loga á hlóðum og krauma í feitinni á meðan laufabrauðið er skorið og steikt. Hangikjötsilmur læðist um híbýlin og hægt verður að smakka á kræsingum. Unnið verður að kertagerð og börn á öllum aldri geta föndrað jólaskraut eins og tíðkaðist þegar ömmur, afar, langömmur og langafar voru lítil börn. Auk þess geta áhugasmir æft sig í púkki. Ilmur jólanna og iðandi mannlíf lokkar án efa jólasveina alla leið frá Dimmuborgum í Gamla bæinn og þá verður nú kátt í höllinni!
Skemmtilegur kvæðasöngur með jólalegum blæ eins og kvæðamannafélagi Gefjunar er einu lagið mun fylla hvern krók og krima í Gamla bænum um leið og yndislegur ilmur hins rómaða kúmenkaffis leikur um vit gesta. Í Gamla prestshúsinu verður handverk úr héraði til sölu ásamt ilmandi smákökum, kakói og kaffi undir jólalegum harmonikkuleik Evu Margrétar Árnadóttur.
Það er Handraðinn, vinafélag Gamla bæjarins, ásamt fjölda annarra velunnara sem gerir það mögulegt að hægt er að upplifa jólaundirbúning gamla sveitasamfélagsins á þennan hátt. Aðgangseyrir er kr. 600 fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börnin.