Keppendur frá UFA og UMSE gerðu góða hluti á Sumarleikum HSÞ í frjálsum íþróttum sem haldnir voru á Laugum sl. helgi. UFA vann alls 39 gullverðlaun en UMSE 26 gullverðlaun. Auk þess unnu bæði félög til fjölda brons- og silfurverðlauna á mótinu.
Þá má geta þess að Stefanía Aradóttir frá UMSE bætti sitt eigið Íslandsmet í sleggjukasti á mótinu í flokki 15- 16 ára, er hún kastaði sleggjunni 44, 86 m.