Twin Otter vél lendir á öðrum hreyfli

Twin Otter flugvél Norland air lenti á öðrum hreyfli á Akuryerarflugvelli um klukkan 17:30 en eldur hafði komið upp í hreyflinum þegar um 15 mínútna flug var eftir frá Grænlandi til Akureyrar. vélin hafði þá verið á ferðinni í rúman hálfan annan tíma.  Það tóks að slökkava eldinn í hreyflinum og lenti flugvélin heilu og höldnu. Mikill viðbúnaður var á flugvellinum vegna málsins og var slökkvilið kallað út en ekki kom til þess að það þyrfti að nota það. Tveir menn voru í vélinni, flugmaður og flugstjóri, en vélin getur tekið 19 farþega.

Nýjast