Tveir leikir á Íslandsmótinu í íshokkí í kvöld

Tveir leikir fara fram á Íslandsmótinu í íshokkí í kvöld í karla-og kvennaflokki en báðir leikirnir fara fram í Skautahöllinni í Laugardal. Í karlaflokki mætast SR og SA Jötnar kl. 18:30. SR hefur 16 stig á toppi deildarinnar en SA Jötnar hafa sex stig á botni deildarinnar. Jötnarnir geta gert grönnum sínum í SA Víkingum greiða með sigri í kvöld, en Víkingar eru stigi á eftir SR í öðru sæti deildarinnar. 

Strax að loknum leik SR og Jötna hefst leikur SR og SA Ynja í kvennaflokki. SR er enn án stiga á botni deildarinnar og þarf því nauðsynlega á sigri að halda í dag. SA Ynjur hafa fjögur stig í næstneðsta sæti.

Nýjast