Á lögreglustöðinni á Akureyri var boðið til veislu, þar sem fluttar voru ræður og þeir félagar leystir út með gjöfum. Ólafur starfaði í lögreglunni á Akureyri í rétt rúm 46 ár og lengst af sem yfirlögregluþjónn. Þorsteinn starfaði í um 32 ár í lögreglunni, í seinni tíð sem fræðslu- og forvarnarfulltrúi. Hann hóf störf í lögreglunni 1967, fyrstu þrjú árin á Dalvík en tók sér frí frá lögreglunni á árunum 1986-1999 og starfaði þá hjá Tollinum.