Skíðasamband Íslands hefur tilnefnt keppendur sem fulltrúa á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Liberec í Tékklandi í febrúar 2011. Alls eru tíu keppendur frá Íslandi og eru tveir frá SKA og einn frá Dalvík í hópnum. Keppendur í alpagreinum eru Einar Kristinn Kristgeirsson SKRR, Jakob Helgi Bjarnason Dalvík, Róbert Ingi Tómasson SKA, Sturla Snær Snorrason SKRR, Erla Ásgeirsdóttir BBL, Freydís Halla Einarsdóttir SKRR, Helga María Vilhjámsdóttir SKRR og Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir SKRR. Keppendur í skíðagöngu eru Gunnar Birgisson Ulli og Sindri Freyr Kristinsson SKA. |