Tveir frá Óðni á Special Olympics

Tveir keppendur frá Óðni hafa verið valdir af Íþróttasambandi fatlaðra til þátttöku á Special Olympics leikunum í sundi sem haldnir verða í Grikklandi í júlí á næsta ári. Þetta eru þau Elísabet Þöll Hrafnsdóttir og Jón Gunnar Halldórsson.

Íþróttakeppni á mótum Special Olympics er ólík öðrum íþróttamótum. Iðkendur eru tilnefndir til þátttöku og eru flokkaðir eftir getu sem íþróttamenn en ekki fötlunarstigi. Hér er því keppt með öðrum hætti og á öðrum forsendum en þegar hrein afreksviðmið eru notuð.

Nýjast