Mikilvægt er að þessu verði hrint í framkvæmd í síðasta lagi vorið 2009 til að uppfylla skilyrði EES samningsins um úrgangsmál, segir í bókun umhverfisnefndar. Deildarstjóri framkvæmdadeildar og forstöðumaður umhverfismála fóru á fundinum yfir þá vinnu sem unnin hefur verið við stefnumótun í sorpmálum fyrir Akureyrarbæ og áframhaldandi vinnu í ljósi efnahagsástandsins í dag.
Umhverfisnefnd vekur jafnframt athygli á að starfsleyfi urðunarstaðarins á Glerárdal rennur út í júlí 2009 og þegar í
stað þurfi að gera ráðstafanir til að framlengja starfsleyfið standi það til af hálfu Flokkunar ehf. Ljóst sé að sú
undanþága verði ekki veitt nema með ströngum skilyrðum og því nauðsynlegt að slík undanþágubeiðni berist
umhverfisráðherra sem fyrst. Slík undanþága verði aðeins veitt til eins árs af hálfu umhverfisnefndar.