Toppslagur í Skautahöllinni í Laugardalnum í kvöld

Einn leikur fer fram á Íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld en þá mætast SR og SA Víkingar í Skautahöllinni í Laugardalnum kl 19:30. SA Víkingar eru enn ósigraðir í deildinni með níu stig eftir þrjá leiki.  

SR hóf leiktíðina með óvæntu tapi gegn Jötnunum en hafa unnið þrjá leiki í röð síðan þá. SR- ingar hafa einnig níu stig í deildinni en hafa leikið einum leik meira en Víkingar.  

Nýjast