Æfingar hafa staðið yfir af fullum krafti að undanförnu og fenginn hefur verið gestasöngvari, Magni Ásgeirsson, sem einnig fer með hlutverk
sögumanns.
Tónræktin hóf starfsemi vorið 2004 í litlu leiguhúsnæði. Asókn að skólanum hefur aukist jafnt og þétt síðan
og árið 2006 var svo húsnæðið í Amaróhúsinu Hafnarstræti 101 keypt og innréttað með þarfir starfseminnar í huga.
Þar hefur Tónræktin verið síðan. Nú stunda um 140 nemendur á öllum aldri nám við skólann. Frá byrjun hefur
Tónræktin starfrækt músíksmiðju fyrir yngstu börnin, fjögurra til sex ára. Auk Músíksmiðju barnanna eru við
skólann hljóðfæradeildir; hljómborðsdeild, gítardeild og slagverksdeild. Einnig er kennt á bassa, harmóníku og fiðlu.
Tónræktin hefur frá upphafi lagt áherslu á að koma til móts við vilja og þarfir hvers nemanda. Kjörorð skólans er:
Tónlistarnám fyrir alla.