Tónleikar á Græna hattinum

Stúlkan með lævirkjaröddina, er yfirskrift tónleika til heiðurs Erlu Þorsteinsdóttur á Græna hattinum í kvöld, fimmtudag kl. 21.00. Hreindís Ylva Garðardóttir og hljómsveit flytja öll þekktustu lög Erlu. Á morgun, föstudag kl. 22.00 verður jazzviðburður á Græna hattinum.  

Frá Hollywood Californíu kemur söngvarinn Birgir Gunnarsson en með honum leika einvala lið hljóðfæraleikara og söngvara: Þórir Baldursson Hammond orgel, Vilhjálmur Guðjónsson gítar, Þorleifur Gíslason saxófónn, Gunnlaugur Þorleifsson trommur, Bjarni Sveinbjörnsson bassi, Geir Ólafsson slagverk, söngur og Edda Borg söngur.

Nýjast