„Það gengur framúrskarandi vel og krakkarnir og aðrir gestir eru til fyrirmyndar,” sagði Gunnar Níelson í mótsstjórn N1- mótsins í samtali við Vikudag í morgun. N1- mótið er í fullum gangi á KA- svæðinu og þrátt fyrir að sólin hafi verið í felum og rigningin ráðið ríkjum hafa vallarskilyrði verið fín. „Það er fínt að fá smá bleytu og það hefur verið logn sem hefur bjargað þessu. Þetta er tóm gleði,” segir Gunnar. Þá er einnig Pollamót Þórs og Icelandair rétt í þessu að hefjast á Þórsvelli og því nóg í boði fyrir fótboltaunnendur. Mikil fjöldi gesta er kominn í bæinn en að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri var nóttin afar róleg.