Töluvert af fólki á skíðum í Hlíðarfjalli

Töluvert af fólki var mætt á skíði og bretti í Hlíðarfjalli nú um hádegisbil en í morgun var skíðasvæðið opnað í fyrsta skipti á þessum vetri. Til stóð að opna í gær en það var ekki hægt vegna hvassviðris.  

Skíðafólkið sem mætt var í Hlíðarfjall lét vel af aðstæðum en þó er aðeins hægt að skíða í Andrésarbrekkunni með Fjarkanum enn sem komið er, en einnig er töfrateppið fyrir yngsta skíðafólkið opið. Það rigndi aðeins í Hlíðarfjalli nú fyrfir stundu en veðrið er engu að síður milt og gott. Skíðasvæðið er opið til kl. 17 í dag og þá stendur til að hafa opið í fjallinu  næsta miðvikudag, ef aðstæður leyfa.

Nýjast