01. september, 2010 - 21:42
Akureyrarkaupstaður hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Akureyrarflugvallar. Deiliskipulagstillagan gerir m.a ráð fyrir
stækkun flugstöðvarbyggingarinnar, nýju flughlaði og breytingu á byggingarreit og lóðarmörkum fyrir vöruskemmur. Einnig verða gerðar
breytingar á flugbraut og minniháttar stækkun á landfyllingum.
Aðalskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir að flugvallarsvæðið stækki úr rúmum 102 hekturum í 162 hektara og breytingum á
umferðartengingum við Eyjafjarðarbraut. Frestur til að gera athugasemdir við þessar tillögur er til 13. október nk.