Tilboð opnuð í rannsóknar- boranir vegna Vaðlaheiðarganga

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. á Selfossi bauð lægst í rannsóknarboranir vegna Vaðlaheiðarganga en tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær. Alls bárust fjögur tilboð í verkið og hljóðaði lægsta tilboðið upp á tæpar 36,9 milljónir króna, eða 78% af kostnaðaráætlun. Um er að ræða 600 m kjarnaborun og skal verkinu að fullu lokið þann 15. nóvember nk.  

Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var 47,3 milljónir króna og var næst lægsta tilboðið einnig undir kostnaðaráætlun en hin tvö tilboðin voru yfir kostnaðaráætlun. Geotækni ehf. á Selfossi bauð rúmar 39,7 milljónir, eða 84%, Jarðboranir Kópavogi buðu rúmar 48 milljónir króna, eða 101,6% og Alvarr ehf. Reykjavík bauð tæpar 50 milljónir króna, eða 105,6% af kostnaðaráætlun.

Nýjast