„Þurfum að vera beittari”

„Þessi leikur leggst bara vel í okkur. Skagamenn hafa verið á góðri siglingu eftir brösótta byrjun en eru aðeins að ranka við sér og spila betur núna þannig að þetta verður eflaust hörkuleikur,” segir Þorsteinn Ingason fyrirliði Þórs. Norðanmenn fá ÍA í heimsókn á Þórsvöll í kvöld kl. 19:00 í 16. umferð Íslandsmótsins í 1. deild karla í knattspyrnu. Þórsarar hafa 29 stig í þriðja sæti deildarinnar en ÍA 20 stig í sjötta sæti.

Þá sækir KA HK heim á Kópavogsvöllinn í kvöld en KA- mönnum hefur gengið illa á útivelli það sem af er sumri og ekki unnið útileik síðan í fyrstu umferðinni. „Það er kominn tími á að vinna á útivelli og við ætlum okkur þrjú stig í leiknum,” segir Dean Martin þjálfari KA.

Nánar er rætt við þá Þorstein og Dean í nýjasta tölublaði Vikudags.

Nýjast