Þrír leikmenn úr meistaraflokks blakliði KA voru á dögunum valdir í A- landslið karla í blaki sem tók þátt í forkeppni Evrópumóts smáþjóða sem fram fór um síðustu helgi.
Þessir leikmenn eru Hafsteinn Valdimarsson, Kristján Valdimarsson og Hilmar Sigurjónsson. Hafsteinn og Kristján spila sem miðjumenn en Hilmar er kantmaður. Þetta er glæsilegur árangur hjá strákunum og mikil viðurkenning fyrir þá sem og KA-liðið.