Þrír Þórsarar í úrvalslið 1. deildarinnar

Nú síðdegis í dag var lið ársins í 1.deild karla í knattspyrnu opinberað í Gyllta salnum á Hótel Borg við Austurvöll. Vefsíðan fotbolti.net fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Þrír Þórsarar eru í byrjunarliðinu og tveir á bekknum.

Liðið er þannig skipað: 
 

Markvörður:
Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)

Varnarmenn:
Gunnar Einarsson (Leiknir R.)
Þorsteinn Ingason (Þór)
Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R)
Egill Atlason (Víkingur R.)

Miðjumenn:
Atli Sigurjónsson (Þór)
Árni Freyr Guðnason (ÍR)
Ármann Pétur Ævarsson (Þór)

Sóknarmenn:
Marteinn Briem (Víkingur R.)
Helgi Sigurðsson (Víkingur R.)
Aron Jóhannsson (Fjölnir) 

Þá eru þeir Jóhann Helgi Hannesson og Nenad Zivanovic frá Þór á meðal varamanna. 

Nýjast