Þórsarar verða án þriggja leikmanna í leiknum gegn Gróttu á Þórsvelli næstkomandi föstudag. Fyrirliðinn Þorsteinn Ingason og þeir Atli Jens Albertsson og Sveinn Elías Jónsson verða allir fjarri góðu gamni og munar um minna fyrir Þórsliðið.
Þá verða einnig þrír leikmenn í banni hjá KA er liðið sækir Fjölni heim á laugardaginn. Leikmennirnir þrír eru Andri Fannar Stefánsson, Daniel Alan Stubbs og Magnús Blöndal.