Þrír ökumenn frá Bílaklúbbi Akureyrar eru tilnefndir sem Akstursíþróttamaður ársins 2010 hjá ÍSÍ/LÍA. Þetta eru þeir Jón Örn Ingileifsson Haukur Þorvaldsson og Björgvin Ólafsson. Auk þeirra eru þau Ásta Sigurðardóttir, Örn Ingólfsson og Jón Bjarni Hrólfsson tilnefnd.
Valið verður kunngert laugardaginn 30. október næstkomandi á Hótel Selfossi. Einnig verða þar afhentir Íslandsmeistaratitlar í öllum akstursgreinum er starfa undir nefndinni.