Þrír frá Akureyri í liði fyrstu sjö umferðanna í N1-deildinni

Leikmenn Akureyrar og HK eru fyrirferðamiklir í liði umferða 1-7 í N1-deild karla í handbolta. Þrír leikmenn frá hvoru liði eru í úrvalsliðinu en valið var kunngert í hádeginu í dag. 

Þá var Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, valinn besti þjálfarinn, Ólafur Bjarki Ragnarsson frá HK besti leikmaðurinn og Guðlaugur Arnarsson Akureyri besti varnarmaðurinn.

Lið umferða 1-7 er þannig skipað:

Markvörður: Sveinbjörn Pétursson, Akureyri

Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson, HK

Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, HK

Hægra horn: Bjarni Fritzson, Akureyri

Vinstri skytta: Guðmundur Hólmar Helgason, Akureyri

Hægri skytta: Jóhann Gunnar Einarsson, Fram

Miðjumaður: Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK

Besti leikmaðurinn: Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK

Besti varnarmaðurinn: Guðlaugur Arnarsson, Akureyri

Besti þjálfarinn: Atli Hilmarsson, Akureyr

iBesta dómaraparið: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson

Besta umgjörð: FH  

Nýjast