Í tilkynningu sem Þorsteinn sendi starfsfólki háskólans segir: „Ég hef gegnt starfi rektors í næstum 15 viðburðarrík en ánægjuleg ár. Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með ykkur við uppbyggingu háskólans. Fyrir ykkar tilstyrk hefur tekist að gera háskólann að því lifandi og öfluga samfélagi sem hann er í dag. Ég vil þakka ykkur fyrir framúrskarandi störf og óska ykkur áframhaldandi velgengni í lífi ykkar og störfum."