Glæsilegt Pæjumót var haldið á Siglufirði um helgina. Keppt var í 4.- 7. flokki kvenna á mótinu í flokki A,- B- og C- liða og voru rúmlega 800 stúlkur sem sýndu listir sínar á mótinu. Um 300 leikir voru spilaðir frá föstudegi til sunnudags.
Knattspyrnufélagið Þór átti sína fulltrúa á mótinu og stóðu stúlkurnar sig með prýði í öllum flokkum. Stúlkurnar í 4. fl. B- liða gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í sínum flokki og þá lenti 4. fl. A- liða í öðru sæti í sínum flokk, en þess má geta að 4. fl. A fékk ekki á sig mark og tapaði ekki leik á mótinu. Í 7. fl. A- liða lentu Þórsstelpurnar í þriðja sæti. Glæsilegur árangur hjá þessum ungu og efnilegu stelpum.