Þórsarar með tvenn verðlaun

Þórsarar unnu til tveggja gullverðlauna á Olísmótinu í knattspyrnu þar sem 5. flokkur drengja var í aðalhlutverki, en mótið var haldið á Selfossi sl. helgi. Alls voru 600 drengir sem tóku þátt frá 14 félögum og voru liðin alls 60. KA- menn fengu háttvísisverðlaun KSÍ í mótslok fyrir prúða framkomu innan vallar sem utan. Það voru KR-ingar sem unnu flesta bikarana á mótinu eða þrjá talsins.  

Nýjast