Þorlákshöfn hafði betur í Þórsslagnum

Þór Þorlákshöfn hafði betur gegn Þór Akureyri, 100:76, er liðin áttust við í Þorlákshöfn í kvöld í toppslag Íslandsmóts 1. deildar karla í körfubolta. Með sigrinum náði Þór Þorlákshöfn fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en liðið hefur 16 stig og er enn taplaust. Þór Akureyri er í öðru sæti með 12 stig, en þetta var aðeins annar tapleikur liðsins á tímabilinu. Ólafur Torfason var stigahæstur hjá Akureyringum í kvöld með 19 stig en Óðinn Ásgeirsson skoraði 17 stig. Fyrir Þorlákshöfn var Eric James Palm stigahæstur með 32 stig en Philip Perre kom honum næstur með 21 stig.

Nýjast