Þór/KA vann stórsigur á KR-velli

Þór/KA átti ekki í vandræðum með KR á KR-vellinum í dag í Pepsi-deild kvenna. Þór/KA vann leikinn 6:0. Rakel Hönnudóttir og Danka Podovac skoraði tvö mörk hvor fyrir norðanstúlkur og þær Mateja Zver og Vesna Smiljkovic skoruðu eitt mark hvor. Breiðablik vann 9:3 stórsigur á Haukum á sama tíma og hefur eins stigs forystu á Þór/KA fyrir lokaumferðina.

Breiðablik og Þór/KA berjast um annað sætið í deildinni sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppninni og yrði það í fyrsta skipti í sögu Þórs/KA komist liðið þangað. Í lokaumferðinni nk. sunnudag mætir Þór/KA Aftureldingu á útivelli en Breiðablik tekur á móti Val.

Nýjast