ÞórKA vann níu marka sigur gegn Fjarðabyggð/Leiknir

Þór/KA lenti ekki í neinum vandræðum með lið Fjarðabyggðar/Leiknis á Þórsvelli í kvöld í VISA- bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Þór/KA hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði 9:0 en sigurinn hefði hæglega getað orðið stærri. Þar með eru norðanstúlkur komnar áfram í 8- liða úrslit keppninnar. Staðan í hálfleik var 5:0 og Þór/KA slakaði lítið á í seinni hálfleik og bættu fjórum mörkum við.

Rakel Hönnudóttir var markahæst í liði Þórs/KA í leiknum í kvöld með þrjú mörk. Aðrir markaskorar hjá Þór/KA voru þær Arna Sif Ásgrímsdóttir, Bojana Besic, Lára Einarsdóttir, Amanda Mist Pálsdóttir, Laufey Elísa Hlynsdóttir og Katla Ósk Káradóttir.

Nýjast