Þór/KA mætir FH á útivelli í 8- liða úrslitum VISA- bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, en dregið var í hádeginu í dag í höfuðstöðvum KSÍ. Leikið verður í 8- liða úrslitum föstudaginn 9. júlí næstkomandi og hefjast allir leikirnir kl. 19:15. Fylgst var með bikardrættinum í beinni útsendingu á vefsíðunni fotbolti.net og drógust liðin þannig saman:
Stjarnan- Grindavík
Fylkir - Valur
ÍBV – Haukar
FH- Þór/KA