Þór/KA sækir Breiðablik heim í kvöld á Kópavogsvöllinn í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu og hefst leikurinn kl. 19:15. Þór/KA þarf nauðsynlega á sigri að halda í leiknum til þess að halda í við topplið Vals.
Breiðablik er í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum minna en Þór/KA sem situr í öðru sæti. Með tapi í kvöld má segja að titilvonir Blikastúlkna séu endanlega úr sögunni og því má búast við hörkuleik á Kópavogsvellinum.