Þór/KA mætir Val á útivelli í undanúrslitum bikarkeppninnar

Þór/KA mætir Val á útivelli í undanúrslitum VISA- bikarkeppni kvenna í knattspyrnu og ÍBV fær heimaleik gegn Stjörnunni en dregið var í hádeginu í dag í karla- og kvennaflokki í höfuðstöðum KSÍ. Leikið verður í undanúrslitum kvenna laugardaginn 24. júlí kl. 14:00 og en úrslitaleikurinn fer fram á Laugardagsvelli, sunnudaginn 15. ágúst kl. 16:00. Í karlaflokki sækir Víkingur Ó. FH heim og KR og Fram mætast á KR- velli. Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu á vefsíðunni fotbolti.net.

Nýjast